fbpx

Skilmálar og Afhending

Vefsíðan Barnaherbergid.is er rekin af og í eigu:

Flusa ehf.
Bræðratungu 6
200 Kópavogi
Kt.: 590519-0130

Vsk nr: 134647

Tölvupóstur: pantanir@barnaherbergid.is

 

Afhending vöru og sendingarkostnaður: 

Barnaherbergið er í samstarfi með Górilla Vöruhús, staðsett í Vatnagörðum  22, Reykjavík. Lager fyrirtækisins er hýstur af Górilla og fara allar pantanir í gegnum vöruhúsið.

Viðskiptavinir geta valið um að sækja vörurnar til Górilla Vöruhús alla virka daga milli 12-17.

Hægt er að fá allar vörur sendar hvert á land sem er, sendandi er Górilla Vöruhús. Verð er 1.200.- fyrir allar sendingar innan höfuðborgarsvæðisins. Verð fyrir sendingar á vörum úta land eru 1.200.- nema rúm, en vegna stærð og þyngdar er kostnaðurinn 3.900.-

Ef pantað er fyrir klukkan 12:00 virka daga fer sendingin út samdægurs innan höfuðborgarsvæðisins. Sendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar á næstu Flytjanda stöð en varan er vanalega tilbúin til afhendingar næsta virka dag. 

Barnaherbergid.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

Greiðslur:

Öll verð eru gefin upp með 24% virðisaukaskatt.

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu, kreditkort eða Netgíró.

Það er hægt að greiða með millifærslu, þegar sá valmöguleiki er valinn þá færðu upplýsingar með reikningsnúmeri og kennitölu fyrirtækisins í greiðsluferlinu. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan 2ja daga telst pöntun ógild. Til þess að auðvelda okkur að staðfesta hvort að millifærsla hefur farið í gegn mælum við með því að senda kvittun úr heimbanka á  pantanir@barnaherbergid.is með pöntunarnúmeri sem skýringu.

Þú getur einnig greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar (Borgun.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.  Hægt er að greiða með öllum helstu debet og kreditkortum. 

Einnig getur þú greitt með Netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með Netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-12 mánuði.

 

Upplýsingar viðskiptavina:

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Barnaherbergid.is ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar öðrum í té. Nánari upplýsingar um Persónuverndarstefnu síðunnar má finna hér.

 

Sérpantanir:

Við tökum einnig að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við erum að selja. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á pantanir@barnaherbergid.is. Þegar um sérpantanir er að ræða er afhendingartími frá 4-8 vikur. Farið er fram á fulla greiðslu þegar varan er pöntuð, sérpöntunum er ekki hægt að skila.

 

Vöruskil og endurgreiðslur

Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema við eigi og viðskiptavinur hafi óskað eftir afhendingarmáta sem telja má ódýrastan. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru.

Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvuskeyti á netfangið pantanir@barnaherbergid.is eða senda okkur staðlað uppsagnareyðublað sem er að finna á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is (þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um skilarétt), en í kjölfarið skal Barnaherbergið láta viðskiptavini í té kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar.

Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. laganna.

 

Útsölur og vöruskil: 

Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

 

Ábyrgðarskilmálar:

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

 

Lög um varnarþing: 

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Flusa ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

 

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband. Sendu tölvupóst á pantanir@barnaherbergid.is eða hafðu samband í síma 697-6556 á milli kl. 10-18 virka daga.

 

 

Fyrirtækið 

Flusa ehf.

Kt.: 540519-0130

Vsk nr:134647

pantanir@barnaherbergid.is
697-6556 / 698-8488

Upplýsingar

Afhending og Skilmálar

Persónuverndarstefna

Vörur eru afhendar hjá Górilla Vöruhúsi, Vatnagörðum 20-22. Opnunartími er frá 12-17 alla virka daga. 

Fréttabréf

Skráðu þig í Netklúbb Barnaherbergisins og við sendum þér einstök tilboð og fréttir af nýjum vörum.